Tuesday, April 17, 2012

Reiðhjól

Þeir sem eiga ekki reiðhjól ættu fólk að fara að huga að því að kaupa reiðhjól. Lítraverð á eldsneytis er komið uppí 270 og því er mikill sparnaður í því ef maður notar bílinn minna. Með því að eiga reiðhjól ætti flestum að vera möguglegt að spara tugi ef ekki hundruði þúsunda á ári með því að hjóla meira.

Að eiga reiðhjól gerir manni líka kleift að komast í betra form, bæði andlega og líkamlega. Það gerir manni fátt betra en að skreppa í hálftíma hjólatúr. Nýjar rannsóknir benda til þess að með því að hreyfa sig  hálftíma á dag þá eykur maður lífsgæði og lífslíkur umtalsvert.

Þegar maður kaupir reiðhjól þarf maður fyrst að huga að því hvernig notkunin mun verða. Fyrir þá sem einungis hjóla innanbæjar mæli ég með því að kaupa hjól með 28" dekkjum og brettum. Betra er að ekki séu demparar þar sem þeir gera hjólið þyngra og valda því að fólk er að erfiða meira þegar það hjólar.

Sunday, March 13, 2011

Hjólasprettur

Lítill fugla hvíslaði því að mér að von væri á sendingu af Focus hjólum hjá Hjólaspretti. Um er að ræða Planet 8 með Innbyggða Nexus Alfine gíra. Þessi hjól henta því vel fyrir samgönguhjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu.

PLANET 8 Belt drive

Ég er ekki viss um hvort að hjólin sem koma í næstu viku séu með kevlar belti í staðinn fyrir keðju ... en það er alltaf hægt að sérpanta það :)

PLANET 8 Belt drive

Friday, March 11, 2011

Hjólað í snjó - Myndir

Það er búið að vera mikill snjór á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Fátt skemmtilegra en að hjóla á vel ruddum stígum á góðum vetrardegi. Þessar myndir voru teknir 10. mars.


Á leið í vinnuna - Stígarnir vel ruddir.
Tekið á leiðinni heim - Snjóél en stígarnir ennþá vel greiðir.
Gamla Gary Fisher hjólið stendur fyrir sínu.

11. mars

Það var ekki búið að ryðja stíga í Kópavogi þegar ég lagði af stað í vinnuna í morgun. Ekkert stór mál þar sem ég lagði seint af stað og umferðin því lítil. Göturnar voru auðar og hjólaði ég því á þeim. Er búinn að vera að sjá snjóruðningsvélar að vinnu í morgun útum gluggann í vinnunni þannig að maður ætti að geta hjólað á stígum heim eftir vinnu.

Fyrsta færslan

Búinn að vera nota reiðhjól sem aðalsamgöngutæki síðasta hálfa árið. Kominn tími á að maður fari að skrá niður hvernig gengur að hjóla allt árið á Íslandi.